Fjölskylda pólsku konunnar Julia Wendell, sem staðhæft hefur að hún sé stúlkubarnið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust frá sumarleyfisstað í Portúgal vorið 2007, hefur stigið fram og birt yfirlýsingu.
Neitar fólkið því staðfastlega að Julia geti verið Madeleine. News.com.au greinir frá þessu. Töluverð líkindi eru með Madeleine og Júlíu og hefur yfirlýsing Júlíu vakið heimsathygli.
„Fyrir okkur sem fjölskyldu er engin spurning að Julia er dóttir okkar, barnabarn, systir og frænka,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu Júlíu. Þau neita jafnframt staðhæfingum hennar um að engar myndir séu til af henni frá því hún var barnung.
„Við eigum minningar, við eigum myndir. Julia á einnig þessar myndir vegna þess að hún tók þær með sér þegar hún fór ásamt fæðingarvottorðin sínu,“ segir fólkið. Segja þau jafnframt að yfirlýsingar Júlíu þjóni þeim eina tilgangi að afla henni frægðar.
Júlía og fjölskylda hennar búa í Þýskalandi en eru frá Póllandi.
Þýska lögreglan telur að barnaníðingurinn Christian Brückner hafi myrt Madeleine McCann en hann situr í fangelsi í Þýskalandi og afplánar dóma fyrir önnur afbrot. Ekki hefur enn tekist að afla nægilegra sönnunagagna gegn Brückner til að ákæra hann fyrir morð á Madeleine.