„Ég er ekki ánægð með að ræða þetta, ef ég á að vera hreinskilin. Ég gæti sagt eitthvað en maður á ekki að segja allt,“ sagði hún í upphafi og bætti síðan við: „Það var mikilvægt fyrir mig að það þyrfti ekki að vera Friðrik (krónprins og eldri sonur hennar, innsk. blaðamanns) sem þyrfti að taka svona ákvörðun. Það var betra að það væri ég af því að þá er það gamla konan sem tók þessa ákvörðun. En þetta er enn of nýtt til að hægt sé að ræða þetta.“
Ákvörðunin leiddi til ósættis í fjölskyldunni en samkvæmt henni misstu þrír synir Jóakims og dóttir hans titla sína en fengu í staðinn titla sem greifi og greifynja.