Science Alert segir að nú hafi Floe Foxon, vísindamaður, sýnt fram á að í flestum þeim tilfellum sem fólk hefur séð Stórfót í Bandaríkjunum og Kanada hafi það í raun verið svartbirnir sem það sá. Þeir hafi einfaldlega gengið á afturfótunum og þannig blekkt fólk.
Bandarískir svartbirnir, Ursus americanus, ganga venjulega á fjórum fótum en rísa upp á afturfæturna ef það tryggir þeim betra útsýni eða betri lykt af einhverju áhugaverðu. Þegar þeir standa á afturfótunum geta þeir líkst manneskju en þó öllu loðnari.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa sagt að svartbirnir séu það sem fólk sá þegar það taldi sig sjá Stórfót.
Bigfoot? This footage was captured 10/24/13 by Josh Highcliff.
9 miles west of Tunica, Mississippi while hunting on his property.
When it stood up he fled out of fear. It has been hailed as one of the best Sasquatch videos ever taken. What do you think? #paranormal #creepy pic.twitter.com/ifv4e9dhlL— The Insomnia Society (@insomsociety) January 10, 2023
Foxon byggir niðurstöðu sína á grunni fyrri rannsókna á þessu og bætti við þær og lét rannsókn sína ná yfir öll þau svæði í Bandaríkjunum og Kanada þar sem svartbirnir og fólk lifa nærri hvort öðru.
Gögnin, sem hann notaði, voru fengin hjá Bigfoot Field Researcher Organization en samtökin safna saman gögnum um þau tilvik þegar fólk telur sig hafa séð Stórfót.
Foxon bar þessar upplýsingar saman við gögn um útbreiðslu svartbjarna og fjölda þeirra og fjölda fólks á sama svæði.
Samkvæmt reiknilíkani hans, sem sýnir ef breytingar verða hjá annað hvort bjarndýrum eða mönnum, skiptir samspil tegundanna máli. Á svæðum þar sem mikið er af fólki og svartbjörnum, sjá fleiri Stórfót en annars staðar miðað við niðurstöður rannsóknar hans.
Rannsóknin hefur verið birt á bioRxiv.