fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Nýfundinn hellir „opnar nýjar dyr til fortíðar“

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 18:00

Hluti af hellinum. Mynd:University of Murcia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segja að nýfundinn hellir í suðausturhluta Spánar sé magnaður og sé „fundur á heimsmælikvarða“.

Þetta er risastór hellir sem var alveg lokaður í um þúsund ár. Inni í honum eru risastórir dropasteinar og ristur eftir klær löngu útdauðra hellabjarna. Segja vísindamenn að hellirinn opni „nýjar dyr að forsögulegum tíma“.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að hellirinn hafi fundist í Cueva del Arco sem er hellasvæði í Almadenes gilinu nærri bænum Cieza.

Áður var vitað að forfeður okkar höfðu hafst við á þessum stað fyrir um 50.000 árum. Þetta er einn fárra staða á austanverðum Íberíuskaga þar sem hægt er að sjá ummerki um búsetu Neanderdalsmanna og síðar nútímamanna.

Í tilkynningu frá vísindamönnunum, sem fundu hellinn, segir að þeir hafi strax áttað sig á hversu stór uppgötvun þetta var hjá þeim. Í honum séu sumir hliðarhellarnir allt að 20 metrar á hæð. Dropasteinarnir eigi sér enga hliðstæðu, sumir séu þrír metrar á hæð.

Þá bendi ummerki á veggjum til að hellabirnir, sem dóu út fyrir um 24.000 árum, hafi lifað mun sunnar á Íberíuskaga en áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana