Ef svo fer þá geta vötnin streymt fram af miklum krafti og sent mikið af vatni og ýmsum efnum niður fjallshlíðar. CNN skýrir frá þessu og segir þetta koma fram í nýrri rannsókn.
Í henni kemur fram að um 15 milljónir manna, sem búa innan við 50 km frá jökulvötnum, séu í hættu vegna þessa. Um helmingur þeirra býr á Indlandi, Pakistan, Perú og Kína.
Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem rannsakað er hvaða hætta getur stafað af framrás jökulvatns.
Tom Robinson, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að flóð af þessu tagi séu eins og „flóðbylgja á landi“. Það megi líkja þessu við að stífla bresti.