Sky News skýrir frá þessu og segir að sýknudómurinn hafi byggst á framburði lykilvitnis sem dró framburð sinn til baka og á framburði fanga sem játaði að vera annar af þeim tveimur mönnum sem skutu Boyd til bana.
David Mason, dómari, sagði að til þess að hægt væri að sýkna Johnson þyrftu að vera „traust gögn um sakleysi hans, sönnunargögn sem væru svo traust að þau stæðust kröfur um að vera skýr og sannfærandi“.
Johnson var að vonum mjög ánægður þegar hann gekk út úr dómhúsinu eftir dómsuppkvaðninguna og þakkaði öllum þeim sem unnu að máli hans fyrir sem og dómaranum. Hann sagði það vera ótrúlegt að vera loks frjáls maður.
Lögmenn hans sögðu að hann ætli nú að styrkja samband sitt við fjölskyldu sína og njóta hluta sem honum hafi verið meinað um næstum allt fullorðinslíf hans. „Dagurinn í dag færir okkur hamingju en ekkert getur endurheimt allt það sem ríkið stal frá honum. Ekkert færir honum aftur þá tæpu þrjá áratugi sem hann var aðskilinn frá dætrum sínum og fjölskyldu,“ sögðu lögmenn hans.
Þeir sögðu að gögnin sem sönnuðu sakleysi hans hafi verið til staðar þegar réttað var yfir honum í upphafi en hafi verið leynt eða hunsuð af þeim sem töldu líf tveggja svartra manna einskis virði.