fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Faldi sig fyrir allra augum í rúm 40 ár – Handtekinn í síðustu viku

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. febrúar 2023 21:00

Lisa Gondek og Rachel Zendejas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðreyndin er að hinn grunaði faldi sig fyrir allra augum í rúmlega 40 ár.“ Þetta sagði Jim Fryhoff, lögreglustjóri í Ventura County í Kaliforníu, á fréttamannafundi í síðustu viku.

Þar skýrði hann frá handtöku Tony Garcia, sem nú er 68 ára, í síðustu viku.

Garcia er grunaður um að hafa nauðgað og myrt tvær konur í Kaliforníu árið 1981. Þá var Rachel Zendejas, 20 ára, og Lisa Gondek, 21 árs, nauðgað og þær myrtar.

Það voru tveir blaðburðardrengir, 9 og 14 ára, sem fundu lík Zendejas í bílskýli í götunni þar sem hún átti heima. Þetta var þann 18. janúar 1981. Zendejas var einstæð tveggja barna móðir og háskólanemi.

Hún hafði farið út um kvöldið og fengið tvær barnapíur til að gæta dætra sinna. Hún ók þeim heim eftir að hún kom heim. Fryhoff sagði að miðað við ummerki á vettvangi hafi verið ráðist á hana þegar hún steig út úr bílnum sínum eftir að hafa skutlað barnapíunum heim.

Gondek fannst látin þann 12. desember 1981. Hún hafði farið á skemmtistað með vinum sínum og síðan heim. Hún fannst látin í baðkarinu þar.

Tony Garcia

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lögreglan byrjaði að rannsaka mál þeirra á nýjan leik 2004 þegar tókst að tengja lífsýni úr báðum málum saman. Þetta voru lífsýni úr morðingjanum.

Með nýrri DNA-tækni tókst lögreglunni svo að rekja sig áfram til Garcia.

Hann hafði kennt karate áratugum saman og ekki verið í felum, heldur fyrir allra augum eins og Fryhoff sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn