Þegar hún fékk mikla verki hélt hún að hún væri komin með hríðir og fór á sjúkrahús. En þar fékk hún fréttir sem hún mun aldrei gleyma að sögn The Mirror.
Í ljós kom að hún var ekki ólétt. Hún var hins vegar með 5 kílóa æxli í leginu.
„Þegar konan sagði okkur að hún væri ólétt áttum við von á að meðgönguvandamál hefðu gert vart við sig. Stærðin á maga hennar, konu sem var gengin níu mánuði, veitti enga ástæðu til að telja að hún væri ekki kasólétt,“ sagði Dorin Scladan, læknir, sem tók á móti Neagu á Botosani sjúkrahúsinu.
Neagu brá að vonum mikið við þessi tíðindi. Það gafst þó ekki langur tími til að jafna sig á tíðindunum því hún var drifin í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt.