fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli loftmengunar og andlegrar vanlíðunar

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera útsett(ur) fyrir loftmengun í langan tíma getur valdið þunglyndi og kvíða og skiptir þá engu þótt mengunin sé frekar lítil.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn The Guardian.  Fram kemur að í rannsókninni hafi tíðni þunglyndis og kvíða hjá tæplega 500.000 fullorðnum Bretum verið rakin á 11 ára tímabili. Niðurstaðan var að þeir sem bjuggu á svæðum þar sem loftmengun var mikil, voru líklegri til að glíma við þunglyndi og kvíða og átti það einnig við þegar mengunin var innan leyfilegra marka.

Í grein vísindamannanna, sem gerðu rannsóknina, kemur fram að niðurstöðurnar bendi til að þörf sé á strangari reglum hvað varðar leyfileg mengunargildi og hvað varðar eftirlit með mengun.

Lengi hefur verið vitað að loftmengun veldur öndunarfærasjúkdómum og hefur áhrif á slíka sjúkdóma. Vísindamennirnir segja að sífellt fleiri gögn sýni fram á tengsl loftmengunar og andlegrar vanlíðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana