Þetta er liður í aðgerðum yfirvalda til að bregðast við fólksfækkun í Kína en Kínverjum fækkaði á síðasta ári og var það í fyrsta sinn í 60 ár sem landsmönnum fækkaði.
The Guardian segir að yfirvöld í héraðinu hafi rétt fyrir mánaðamót tilkynnt að frá og með 15. febrúar geti allir foreldrar skráð fæðingar barna sinna hjá yfirvöldum og um leið verði fallið frá takmörkunum á fjölda fæðingaskráninga á hvern fullorðinn.
Fram að þessu hafa aðeins gift pör getað skráð fæðingar barna sinna hjá yfirvöldum og var þeim heimilt að eignast tvö börn.
Nýju reglurnar gilda í fimm ár.
The Guardian segir að samkvæmt reglum þá sé ógiftum konum ekki bannað að eignast börn en hins vegar þarf oft að sýna giftingarvottorð til að geta fengið aðgang að ókeypis þjónustu eins og til dæmis fyrirburaþjónustu, fæðingarorlofi og vernd gegn atvinnumissi.
Ef fólk, sem ekki er gift, reynir að skrá fæðingu barns verður það oft að greiða háar sektir til að barnið fái skráningu og þar með aðgang að ókeypis opinberri þjónustu.