fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Afnema bann við barneignum ógiftra

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 18:00

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Sichuan-héraðinu í Kína búa rúmlega 80 milljónir manna. Þar hefur ógiftu fólki verið bannað að eignast börn en frá og með 15. febrúar verður breyting á. Þá mun ógift fólk óhrætt geta eignast börn og einnig verður afnumið þak á fjölda barna sem fólk má eignast.

Þetta er liður í aðgerðum yfirvalda til að bregðast við fólksfækkun í Kína en Kínverjum fækkaði á síðasta ári og var það í fyrsta sinn í 60 ár sem landsmönnum fækkaði.

The Guardian segir að yfirvöld í héraðinu hafi rétt fyrir mánaðamót tilkynnt að frá og með 15. febrúar geti allir foreldrar skráð fæðingar barna sinna hjá yfirvöldum og um leið verði fallið frá takmörkunum á fjölda fæðingaskráninga á hvern fullorðinn.

Fram að þessu hafa aðeins gift pör getað skráð fæðingar barna sinna hjá yfirvöldum og var þeim heimilt að eignast tvö börn.

Nýju reglurnar gilda í fimm ár.

The Guardian segir að samkvæmt reglum þá sé ógiftum konum ekki bannað að eignast börn en hins vegar þarf oft að sýna giftingarvottorð til að geta fengið aðgang að ókeypis þjónustu eins og til dæmis fyrirburaþjónustu, fæðingarorlofi og vernd gegn atvinnumissi.

Ef fólk, sem ekki er gift, reynir að skrá fæðingu barns verður það oft að greiða háar sektir til að barnið fái skráningu og þar með aðgang að ókeypis opinberri þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn