fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Pressan

Tvö börn létust þegar strætisvagni var vísvitandi ekið inn í leikskóla í Kanada

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö börn létust og sex slösuðust þegar strætisvagni var ekið inn í leikskóla í Laval, sem er úthverfi í Montreal í Kanada í gær. Lögreglan telur að ökumaðurinn, 51 árs karlmaður, hafi vísvitandi ekið á leikskólann.

Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp og vítaverðan akstur. Hann hefur starfað sem strætisvagnastjóri í Laval í 10 ár og á sér engan sakaferil.

Ekki er vitað af hverju hann ók á leikskólann en það gerði hann um klukkan 08.30 þegar margir foreldrar eru yfirleitt að koma með börn sín þangað. Þetta er leikskóli fyrir börn upp að fimm ára og eru um 80 börn á honum.

Börnin, sem slösuðust, eru ekki í lífshættu að sögn lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?