Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp og vítaverðan akstur. Hann hefur starfað sem strætisvagnastjóri í Laval í 10 ár og á sér engan sakaferil.
Ekki er vitað af hverju hann ók á leikskólann en það gerði hann um klukkan 08.30 þegar margir foreldrar eru yfirleitt að koma með börn sín þangað. Þetta er leikskóli fyrir börn upp að fimm ára og eru um 80 börn á honum.
Börnin, sem slösuðust, eru ekki í lífshættu að sögn lögreglunnar.