fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Slys eða morð? Dularfullt andlát ungrar konu

Pressan
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 9.24 að morgni 22. júlí 2020 hringdi John „Jay“ Tolson í neyðarlínuna í Kitty Hawk í Norður-Karólínu og tilkynnti að vinkona hans lægi lífvana í baðkarinu.

„Ég held að hún hafi dottið í gærkvöldi, ég er ekki viss. Það kemur blóð úr nefinu á henni, ég get ekki vakið hana,“ sagði hann.

Hann sagði að konan, hin 38 ára LeeAnn Hartleben hefði verið að drekka áfengi og hefði dottið í eldhúsinu.

Hann sagði neyðarverðinum að andardráttur Hartleben væri hávær en hann gæti ekki vakið hana.

Sjúkraflutningsmenn voru strax sendir að heimili Hartleben. Þar fundu þeir hana lífvana í baðkarinu. Hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús í Norfolk. Þegar þangað var komið andaði hún en hún var heiladauð.

Læknar sögðu fjölskyldu hennar að hún hefði hlotið mikla áverka á höfði og að þeir pössuðu ekki við lýsingu Tolson á því þegar hún datt. Hún var einnig með áverka á hálsi og handleggjum. Læknar sögðu að höfuðáverkana hefði hún aðeins getað hlotið við að detta ofan af húsi eða við að vera slegin þungu höggi.

Hartleben lést 25. júlí 2020.

Á dánarvottorði hennar kemur fram að hún hafi látist af völdum höfuðáverka en ekki sé vitað hvernig hún hlaut þá. People skýrir frá þessu.

Lögreglan hófst strax handa við rannsókn málsins og fór ekki leynt með að ákveðnar grunsemdir beindust að Tolson.

Fjölskylda Hartleben var ósátt við hversu hægt rannsókninni miðaði og að ekki væri um beina morðrannsókn að ræða.

Fjölskyldan réði því einkaspæjara til starfa. Hann fór á heimili Hartleben og tók myndir af blóðblettum á hurðum og veggjum í nokkrum herbergjum og dýnu Hartleben. Hins vegar var ekkert blóð í baðkarinu.

Fjölskyldan nýtti sér síðan samfélagsmiðla til að þrýsta á lögregluna.

Þetta endaði með að í byrjun ágúst 2020 gaf saksóknari út yfirlýsingu um að beðið væri eftir niðurstöðu krufningar áður en ákvörðun um framhald málsins yrði tekin.

Tolson var handtekinn í Bangor í Maine í lok október 2020.

Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en neitar sök. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast í byrjun mars en hann er ákærður fyrir að hafa myrt Hartleben.

Hann og Hartleben höfðu verið saman í um einn mánuð þegar hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?