fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Kyrkti vinkonu sína og stal síðan nýfæddu barni hennar

Pressan
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 21:00

Magen Fieramusca og Heidi Broussard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Magen Fieramusca, 37 ára, dæmd í 55 ára fangelsi fyrir að hafa myrt bestu vinkonu sína, hina 33 ára Heidi Broussard, árið 2019 og að hafa stolið nýfæddu barni hennar.

People skýrir frá þessu og segir að Fieramusca hafi fallið frá rétti sínum til að áfrýja dómnum og hafi játað sök. Með því að falla frá réttinum til að áfrýja á hún möguleika á að fá reynslulausn þegar hún hefur afplánað um helminginn af dómnum og þau rúmlega þrjú ár sem hún hefur setið í fangelsi koma til frádráttar refsingunni. Ef hún hefði ekki fallið frá áfrýjunarréttinum átti hún ævilangt fangelsi yfir höfði sér án möguleika á reynslulausn eða náðun.

Það var þann 12. desember 2019 sem Shane Carey, unnusti Broussard, tilkynnti lögreglunni um hvarf hennar. Hún hafði þá nýlega eignast dótturina Margot. Hún átti einnig sex ára son.

Lögreglan hóf strax umfangsmikla leit að Broussard og lagði meðal annars leið sína heim til Fiermusca í Harris County, nærri Houston. Þar fundu lögreglumenn lík Broussard í tösku í skotti bifreiðar Fiermusca. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið kyrkt með hundataumi.

Sem betur fer fannst Margot heil á húfi.

Fieramusca var kærð fyrir morð að yfirlögðu ráði og ósæmilega umgengni við lík. Hún var einnig kærð fyrir mannrán fyrir að hafa numið Margot á brott og sagt að hún væri dóttir hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca