fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ætlaði að taka eigið líf – Fór út að reykja síðustu sígarettuna og heyrði þá hljóð úr runnanum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 21:00

Kettlingurinn hafði svo sannarlega jákvæð áhrif á Josh.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa gegnt herþjónustu árum saman og verið sendur til átakasvæða víða í heiminum glímdi Bandaríkjamaðurinn Josh Marino við áfallastreituröskun auk líkamlegra áverka.

Hver dagur var sem helvíti fyrir hann. Hann háði daglega baráttu við að komast í gegnum það sem flestir telja einfaldar hversdagslegar athafnir. Vegna áfallastreituröskunarinnar átti hann mjög erfitt með að þola hávaða og raunar bara hin minnstu hljóð.

Kvöld eitt hafði hann fengið nóg og ætlaði að taka eigið líf. En áður en að því kom fór hann út til að reykja síðustu sígarettuna. Hann sá engan tilgang með því að lifa lengur og var reiðubúinn til að binda enda á þá martröð sem hann taldi líf sitt vera. BoredPanda skýrir frá þessu.

Þegar hann sat mjög niðurdreginn og reykti heyrði hann skyndilega hljóð berast úr runnanum fyrir hann. Eftir skamma stund kom kettlingur út úr honum. „Hann kom bara til mín og byrjaði að nudda sér upp við fótinn á mér. Hann vildi að ég klappaði sér. Á þessu augnabliki brotnaði ég saman, ég grét. Kannski fann hann hvernig mér leið,“ sagði Josh.

Kettlingurinn bjargaði lífi hans því hann hætti snarlega við að taka eigið líf og tók kettlinginn, sem hann gaf nafnið Scout, að sér. „Ég hætti að hugsa um öll mín vandamál og byrjaði þess í stað að hugsa um vandamál kattarins,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi