Hver dagur var sem helvíti fyrir hann. Hann háði daglega baráttu við að komast í gegnum það sem flestir telja einfaldar hversdagslegar athafnir. Vegna áfallastreituröskunarinnar átti hann mjög erfitt með að þola hávaða og raunar bara hin minnstu hljóð.
Kvöld eitt hafði hann fengið nóg og ætlaði að taka eigið líf. En áður en að því kom fór hann út til að reykja síðustu sígarettuna. Hann sá engan tilgang með því að lifa lengur og var reiðubúinn til að binda enda á þá martröð sem hann taldi líf sitt vera. BoredPanda skýrir frá þessu.
Þegar hann sat mjög niðurdreginn og reykti heyrði hann skyndilega hljóð berast úr runnanum fyrir hann. Eftir skamma stund kom kettlingur út úr honum. „Hann kom bara til mín og byrjaði að nudda sér upp við fótinn á mér. Hann vildi að ég klappaði sér. Á þessu augnabliki brotnaði ég saman, ég grét. Kannski fann hann hvernig mér leið,“ sagði Josh.
Kettlingurinn bjargaði lífi hans því hann hætti snarlega við að taka eigið líf og tók kettlinginn, sem hann gaf nafnið Scout, að sér. „Ég hætti að hugsa um öll mín vandamál og byrjaði þess í stað að hugsa um vandamál kattarins,“ sagði hann.