Sky News skýrir frá þessu og segir að í niðurstöðum rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B: Biological Sciences, komi fram að þetta geti komið að gagni sem hagkvæm leið til að greina krabbamein.
Patrizia d‘Ettorre, prófessor við Sorbonne Paris Nord háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að hægt sé að nota maura til að greina lífræn merki og þannig finna þá sjúklinga sem eru með krabbamein. Það sé auðvelt að þjálfa þá, þeir séu fljótir að læra, séu mjög skilvirkir og ódýrir í rekstri.
Rannsókninni byggist á annarri rannsókn, sem d‘Ettorre og samstarfsfólk hennar gerði, sem leiddi í ljós að maurar gátu greint lykt af krabbameinsfrumum sem voru ræktaðar í tilraunastofu.
Í nýju rannsókninni notuðust vísindamennirnir við 70 maura af tegundinni Formica fusca og létu þá þefa af þvagi úr músum, bæði með krabbamein og án krabbameins.
Maurarnir reyndust geta gert mun á þvagi heilbrigðu músanna og þeirra með krabbamein.