Mynd af manni að borða karrí-rétt á veitingahúsi hefur valdið þó nokkra fjaðrafoki eftir að kona nokkur hélt því fram að myndin sýndi eiginmann hennar – sem lést fyrir 9 árum síðan.
Bretinn Lucy Watson sagði að það væri ekki snefill af efa í hennar huga að myndskeið sem veitingastaðurinn Spice Cottage í West Sussex deildi á Facebook, sýndi látinn eiginmann hennar sem lést árið 2014.
Veitingastaðurinn fékk þá yfir sig holskeflu af fyrirspurnum um manninn úr myndbandinu. Var þetta draugur eða var myndbandið kannski gamalt?
Veitingastaðurinn staðfesti að myndbandið væri nýlegt, en Lucy var ekki sannfærð. Hún sagði í samtali við fjölmiðla:
„Ég nota vanalega ekki Facebook nema til að fylgjast með vinum eða heyra í fólki. Ég var að skrolla í gegn og þá kom þetta upp. Um leið og ég sá þetta hugsaði ég – Guð minn góður þetta er Harry. Þessi viðbrögð komu strax, ég þurfti ekkert að hugsa um þetta. Hann væri líklega að borða Korma kjúkling það það er það eina sem hann borðaði. Það var ekki efi í mínum huga að þetta væri eiginmaður minn. Ég gat ekki ýtt á pásu á myndbandinu svo ég horfði á þetta um 30 sinnum og varð alltaf meira og meira sannfærð.“
Lucy var sannfærð um á myndbandinu væri maður hennar heitinn að fá sér karrý með syni sínum.
Veitingastaðurinn útskýrði þó að þetta myndband hafi verið tekið upp í janúar á þessu ári.
Sonur eiginmannsins hefur þó stigið fram og sagt að hvorki hann né faðir hans væru á umræddu myndbandi.
Málið vakti þó mikla athygli í fjölmiðlum en nú virðist ráðgátan loks leyst því maðurinn á myndbandinu hefur gefið sig fram. Sá maður heitir Alan Harding og er sprelllifandi.
Spice Cottage deildi því á Facebook í gær að gátan væri loks leyst.
„Myndin hér að neðan er viðskiptavinur okkar sem náðist á nýlegt kynningarmyndband okkar. Og við getum staðfest að hann er ekki eiginmaður Lucy.“
Veitingastaðurinn þakkaði fyrir áhugann á málinu og að fjallað hefði verið um veitingastaðinn í fjölmiðlum út um allan heim.