fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ótrúlegur fornleifafundur 9 ára stelpu

Pressan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 10:08

Molly Sampson - Mynd frá Sampson fjölskyldunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún er búin að vera að leita að hákarlatönnum síðan hún var eins árs gömul að skríða yfir ströndina,“ segir móðir hinnar 9 ára gömlu Molly Sampson. Molly vildi fá vaðskó í jólagjöf í fyrra svo hún gæti farið í sjóinn og leitað að tönnum. Hún fékk þá ósk uppfyllta og fór beint út í sjó að leita að stórum tönnum ásamt systur sinni og föður.

Það liðu ekki 30 mínútur áður en Molly hafði fundið fyrstu tönnina. „Ég fór nær og ég hugsaði með mér: Vá, þetta er stærsta tönn sem ég hef nokkurn tímann séð,“ segir hún um fundinn í samtali við NPR. „Ég teygði mig og greip hana, pabbi segir að ég hafi öskrað.“

Þetta var ansi ótrúlegur fundur hjá þessari 9 ára stelpu en tönnin sem hún fann var 5 tommur, tæplega 13 sentimetrar, að lengd og um 15 milljón ára gömul tönn úr megalodon hákarli. Molly segist strax hafa verið handviss að um tönn úr þessum risastóra hákarli væri að ræða. „Ég sá bara formið á henni og ég veit hvernig tennurnar úr þeim líta út.“

Hákarlatannasafn Molly telur nú yfir 400 tennur samkvæmt USA Today. Hún útskýrir að hægt sé að gera ráð fyrir stærð hákarlsins út frá stærð tannarinnar. „Hver tomma er 10 fet,“ segir hún. „Svo þessi er 5 fet svo hann hefur verið 50 fet.“ 50 fet eru um 15,2 metrar svo miðað við útreikningana er tönnin svo sannarlega úr stórum hákarli.

Molly á ekki langt að sækja hæfileikana þegar kemur að því að leita að fornleifum en faðir hennar, Bruce, hefur leitað að slíkum nánast alla ævi. Hann hefur svo dregið bæði Molly og systur hennar, Natalie, inn í fornleifafræðina. Þrátt fyrir að Bruce hafi leitað að fornleifum í áraraðir þá er stærsta tönnin sem hann hefur fundið aðeins um 3 tommur að stærð. Eiginkona hans segir að sú tönn líti út fyrir að vera barnatönn miðað við tönnina sem Molly fann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys