fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Handtekinn vegna úranmálsins – „Gæti verið einhverskonar generalprufa“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 17:30

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í síðustu viku þá fannst lítið magn af úrani við hefðbundið eftirlit með sendingum um Heathrow flugvöllinn í Lundúnum. Um helgina var karlmaður á sextugsaldri handtekinn í Cheshire. Hann er með tengsl við Íran og er grunaður um að tengjast málinu.

Fundu úran á Heathrow – Hryðjuverkalögreglan rannsakar málið

Málið hefur vakið upp spurningar um af hverju efnið var sent til Bretlands og til hvers hafi átt að nota það. Þá vekja tengsl hins handtekna við Íran áhyggjur en óhætt er að segja að samband Bretlands og Írans sé stirt um þessar mundir. Þá er vitað að klerkastjórnin í Íran hikar ekki við að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum um allan heim og stendur sjálf á bak við hryðjuverk.

Þegar maðurinn var handtekinn á laugardaginn var það gert á grundvelli níundu greinar hryðjuverkalaganna en hún nær yfir „Aðila sem eru með eða eru að undirbúa geislavirk efni sem er hægt að nota til hryðjuverka“.

Pakkinn var stílaður á fyrirtæki á svæðinu en hann var sendur frá Pakistan. Fyrirtækið virðist vera í eigu hins handtekna en það flytur að sögn inn brotamálma. Maðurinn hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu.

„Þetta er að sjálfsögðu þróun sem vekur áhyggjur. Ég vil gjarnan leggja áherslu á að þrátt fyrir þessa handtöku, sem var gerð á grunni vitneskju okkar, steðjar engin ógn að almenningi. Við höldum rannsókninni þó áfram til að tryggja að svo verði áfram,“ sagði Richard Smith, hjá hryðjuverkavarnardeild Lundúnalögreglunnar, á fréttamannafundi á sunnudaginn.

Philip Ingram, fyrrum starfsmaður bresku leyniþjónustunnar, sagðist í samtali við The Telegraph hafa áhyggjur af málinu og hvaða fyrirætlanir búa að baki sendingunni: „Það er alveg örugglega möguleiki á að hér hafi verið um einhverskonar könnunarsendingu eða generalprufu að ræða, til að rannsaka hvernig öryggismálum er háttað.“

Hann sagði að hægt sé að nota geislavirkt úran á margvíslegan hátt en það hversu lítið magn var um að ræða í sendingunni geti bent til að um generalprufu hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys