Þetta kemur fram í nýju mati á stöðu ósonlagsins og taka Sameinuðu þjóðirnar undir það. Sky News skýrir frá þessu.
Fram kemur að niðurstöður vísindamanna séu að ósonlagið verði komið i fyrra horf yfir Suðurskautinu árið 2066, árið 2045 yfir Norðurskautinu og 2040 yfir restinni af jörðinni. Er þá átt við að það verði komið í það horf sem það var í á níunda áratug síðustu aldar.
Þessi góði árangur byggir á Montreal samningnum frá 1989 en samkvæmt honum var notkun 99% ósoneyðandi efna bönnuð.