fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. janúar 2023 22:00

Victoria Arlen lá í dái en vaknaði síðan upp af því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Victoria Arlen var 11 ára lagðist dularfullur sjúkdómur á hana. Að lokum varð hann þess valdandi að ekki var annað að sjá en hún væri heiladauð. Læknar voru sannfærðir um að hún myndi aldrei komast til meðvitundar á nýjan leik. En þeir höfðu rangt fyrir sér.

Victoria var orkumikil stúlka sem elskaði íþróttir og var alltaf á fullu. En þegar hún var 11 ára fékk hún dularfullan sjúkdóm. Einkennin líktust innflúensueinkennum og það leið margoft yfir hana að því er segir í umfjöllun ESPN.

Aðeins tveimur vikum síðar var hún lömuð frá mitti og niður. Læknar gátu ekkert gert fyrir hana. Líkami hennar lokaði smám saman fyrir starfsemina og að lokum gat Victoria ekki talað, borðað né hreyft sig.

Victoria í sundi á barnsaldri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum var ekki annað að sjá en hún væri í dái. Hún fékk næringu í gegnum sondu og læknar sögðu foreldrum hennar að hún myndi líklega aldrei ná sér.

Í dái árum saman

Næstu ár voru erfið fyrir foreldra hennar. Þau innréttuðu herbergi heima hjá sér þar sem þau önnuðust Victoria. Þau trúðu ekki læknunum sem sögðu að engin von væri um að hún myndi vakna úr dáinu.

En þeir höfðu rangt fyrir sér. Eftir tvö ár komst hún til meðvitundar en hún átti enn í miklum vandræðum með líkama sinn. Hún heyrði allt og vissi allt sem fór fram nærri henni en hún gat ekki átt í samskiptum við fólk.

Enginn vissi að hún var vöknuð úr dáinu og að hún væri í raun fangi í eigin líkama.

„Foreldrar mínir trúðu á mig. Þau innréttuðu sjúkraherbergi heima hjá okkur í New Hamsphire og önnuðust mig. Bræður mínir þrír, ég er þríburi og við eigum eldri bróður, töluðu við mig, héldu í hendur mínar og sögðu mér hvað var að gerast utan herbergisins. Þeir fengu mig til að berjast og styrkjast. Þeir vissu ekki að ég heyrði í þeim, ég heyrði allt,“ sagði hún í samtali við ESPN.

Þegar þarna var komið við sögu höfðu læknar loksins fundið ástæðuna fyrir veikindum hennar. Um tvo ónæmissjúkdóma var að ræða sem orsökuðu bólgur á heila og mænu.

En Victoria var enn föst í eigin líkama og gat ekki átt í samskiptum við umheiminn. En dag einn, um fjórum árum eftir að hún endaði í dái, náði hún augnsambandi við móður sína. Þetta var upphafið að hægfara framförum og hún byrjaði að þokast aftur til lífsins.

Hljóð urðu að orðum, smá kippir urðu að hreyfingum og fljótlega gat hún farið að nærast á eðlilegan hátt. En hún gat ekki hreyft fæturna og læknar sögðu henni að búa sig undir að eyða ævinni í hjólastól.

Það var enn von

Að vera unglingur í hjólastól er ekki auðvelt og Victoria kom grátandi heim eftir fyrsta skóladaginn. Hún neitaði að fara aftur í skólann þrátt fyrir að hana hafi hlakkað mikið til að byrja aftur í skóla. Henni var strítt og það fékk mjög á hana.

Foreldrar hennar hughreystu hana og hétu henni að hún myndi ekki eyða restinni af ævinni í hjólastól. Bræður hennar studdu hana einnig með ráðum og dáð. Þeir fengu hana til að kanna hvar mörk hennar væru, hversu langt hún gæti komist.

Á góðri stundu á ströndinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Systkinin ólust upp við vatn og höfðu synt mikið, Victoria elskaði að synda en var viss um að það myndi hún aldrei aftur geta gert.

Dag einn köstuðu bræður hennar henni út í sundlaug og þá áttaði hún sig á að hún gat synt. Hún fann hversu mikið frelsi þetta veitit henni og henni að óvörum þá var hún enn mjög góð sundkona.

Úr dái yfir í heimsmet

Með tímanum varð hún svo góð að synda að hún vann sér þátttökurétt á ólympíuleikum fatlaðra í Lundúnum 2012. Þar vann hún til þrennra silfurverðlauna auk gullverðlauna fyrir 100 metra skriðsund sem hún setti heimsmet í.

Victoria náðu glæsilegum árangri í sundi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sögu hennar lauk ekki við þetta því hún vonaðist enn til að hún gæti gengið á nýjan leik. Hún setti sig því í samband við Project Walk, sem sérhæfir sig í að hjálpa lömuðu fólki að ganga á nýjan leik. Victoria flutti frá austurströnd Bandaríkjanna til vesturstrandarinnar ásamt móður sinni til að sækja endurhæfingu.

Þann 11. nóvember 2015, 9 árum eftir að hún veiktist, tók hún fyrsta skrefið með aðstoð hjálpartækja.

Þetta var lítið skref með mikilli hjálp en þetta glæddi vonir hennar um að geta gengið á nýjan leik. Hún æfði sig í sex klukkustundir daglega og smám saman gat hún notað fæturna meira. Fljótlega gat hún farið að ganga við hækjur og fimm mánuðum síðar gat hún losað sig við þær.

Hún náði miklum framförum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana