fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Tveggja ára drengur myrtur og grafinn í almenningsgarði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 22:00

Lögreglan við vettvanginn í almenningsgarðinum á mánudaginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottalegt morðmál skekur nú Connecticut í Bandaríkjunum. Á mánudaginn fannst lík hins tveggja ára Liam Rivera grafið í Cummings almenningsgarðinum. Hann hafði verið barinn til bana.

New York Post skýrir frá þessu og segir að á fréttamannafundi hafi Timothy Shaw, lögreglustjóri, skýrt frá þessu.

„Við vitum að sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Það sem lögreglumennirnir sáu í dag, er ekki eitthvað sem þeir höfðu boðið sig fram í að sjá,“ sagði hann.

Enginn hefur formlega stöðu grunaðs í málinu en faðir Liam, Edgar Ismalej-Gomez, hefur verið handtekinn fyrir að brjóta gegn skilyrðum reynslulausnar. Lögreglan rannsakar hugsanleg tengsl hans við málið.

Hann var handtekinn í ágúst 2021 fyrir vanrækslu hvað varðar umönnun Liam sem var þá átta mánaða. Ismalej-Gomez játaði þá sök og var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára.

Michelle Manning, saksóknari, segir að þrátt fyrir að Ismalej-Gomez hafi einnig veirð bannað að vera samvistum við drenginn hafi hann búið með honum og móður hans síðustu vikur. Hann er sagður hafa hótað konunni með skammbyssu á mánudaginn. Í kjölfarið tókst henni að hafa samband við lögregluna sem handtók Ismalej-Gomez. Í kjölfarið hófst síðan leit að Liam og fannst lík hans í almenningsgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær