New York Post skýrir frá þessu og segir að á fréttamannafundi hafi Timothy Shaw, lögreglustjóri, skýrt frá þessu.
„Við vitum að sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Það sem lögreglumennirnir sáu í dag, er ekki eitthvað sem þeir höfðu boðið sig fram í að sjá,“ sagði hann.
Enginn hefur formlega stöðu grunaðs í málinu en faðir Liam, Edgar Ismalej-Gomez, hefur verið handtekinn fyrir að brjóta gegn skilyrðum reynslulausnar. Lögreglan rannsakar hugsanleg tengsl hans við málið.
Hann var handtekinn í ágúst 2021 fyrir vanrækslu hvað varðar umönnun Liam sem var þá átta mánaða. Ismalej-Gomez játaði þá sök og var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára.
Michelle Manning, saksóknari, segir að þrátt fyrir að Ismalej-Gomez hafi einnig veirð bannað að vera samvistum við drenginn hafi hann búið með honum og móður hans síðustu vikur. Hann er sagður hafa hótað konunni með skammbyssu á mánudaginn. Í kjölfarið tókst henni að hafa samband við lögregluna sem handtók Ismalej-Gomez. Í kjölfarið hófst síðan leit að Liam og fannst lík hans í almenningsgarðinum.