fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanleg skilaboð móður sem fannst látin – „Þeir eru ekki að fara að sleppa mér“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 24. september 2022 10:30

Debbie Collier

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Debbie Collier, 59 ára gömul kona sem bjó í Georgíu í Bandaríkjunum, yfirgaf heimili sitt þann 9. september síðastliðinn í bílaleigubíl en ekkert náðist í hana í kjölfarið. Daginn eftir, þann 10. september, fékk dóttir Collier, Amanda Bearden, óhugnanleg skilaboð frá móður sinni í gegnum peningagreiðsluforritið Venmo.

„Þeir eru ekki að fara að sleppa mér, elska þig,“ stóð í skilaboðunum sem fylgdu millifærslu upp á 2.385 dollara, um 340 þúsund í íslenskum krónum. Í kjölfarið hafði fjölskylda Collier samband við lögregluna til að tilkynna að hún væri týnd og hófst þá leit að henni.

Degi síðar, þann 11. september, fannst Collier látin, um 96 kílómetrum frá heimili sínu, en lík hennar var nakið og brunnið. Hönd hennar hélt utan um lítið tré þegar hún fannst en við hlið hennar var rauður taupoki og blár segldúkur.

Þrátt fyrir að skilaboðin sem dóttir Collier fékk gefi það í skyn að henni hafi verið rænt þá segir lögreglan að það sé ekki víst. Að minnsta kosti eru engin sönnunargögn sem staðfesta að Collier hafi verið rænt.

Nágranni Collier sem ræddi við New York Post um málið segist hafa heyrt læti koma frá heimili Collier kvöldið sem hún hvarf. Þá segir nágranninn að hún hafi reglulega heyrt öskur frá heimilinu hennar. „Það kom einhver í heimsókn um helgar og á kvöldin og þá var mikið öskrað og rifist,“ segir nágranninn og bætir við að gesturinn hafi verið ung kona.

Lögreglan segir að andlát Debbie Collier verði rannsakað sem morð. Þá segir lögreglan enn fremur að búið sé að sækjast eftir leitarheimildum og ræða við þá sem málið varða. Ekki er búið að gefa út neinar upplýsingar um það hvort einhver sé grunaður um morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?