fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Lögreglan stöðvaði bíl sem var fullur af eitri – Nóg til að drepa 42 milljónir manna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 21:00

Ópíóíðar eru stórhættulegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega stöðvuðu bandarískir landamæraverðir, á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í Arizona, akstur tveggja kvenna í hvítum bíl. Í bílnum sáu þeir marga poka. Við skoðun á þeim kom í ljós að í þremur voru margir litlir pakkar sem voru límdir aftur með sterku límbandi og smurðir inn í bílolíu.

Í tilkynningu frá U.S. Customs and Border Protection kemur fram að konurnar hafi verið mjög stressaðar og það greinilega ekki að ástæðulausu. Fox News skýrir frá þessu.

Ástæðan er að í pokunum þremur voru 340 pakkar með fentanýltöflum, alls 85 kíló af þessu hættulega efni sem er 100 sinnum sterkara en morfín og 50 sinnum sterkara en heróín.

Um 14.000 töflur var að ræða af þessu vinsæla ópíóíðalyfi sem er ein af ástæðunum fyrir mikilli misnotkun ópíóíða í Bandaríkjunum en um 100 manns látast að meðaltali daglega af völdum misnotkunar ópíóíða.

Samkvæmt upplýsingum frá United States Drug Enforcement Administration eru töflurnar svo sterkar að þær hefðu getað banað 42,4 milljónum manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks