fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Hauslaust lík hans fannst fyrir tæpum 27 árum síðan – Nú hefur ekkjan verið handtekin

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 15:00

Christophe Doire og eiginkona hans - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á jóladag árið 1995 fannst hauslaus líkami manns að nafni Christophe Doire í nágrenni við bæinn Busset í Frakklandi. Haus mannsins fannst aldrei en um er að ræða eitt alræmdasta óleysta morð Frakklands.

Nú virðist þó vera sem einhver lausn sé að nást í málinu því fyrr í vikunni var ekkja Christophe handtekin og ákærð fyrir morðið á eiginmanni sínum. Eric Neveu, franskur saksóknari, segir að alvarleg sönnunargögn bendi til þess að hún hafi verið viðriðin morðið á Christophe.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rannsókn á málinu hefur verið opnuð aftur. Bæði árið 2000 og árið 2002 var ákveðið að rannsaka málið á ný þegar nýjir aðilar voru grunaðir um morðið en ekki tókst að leysa málið í þeim atrennum. Nú er vonast til þess að annað sé uppi á teningnum.

Virtist gufa upp af yfirborði jarðar

Le Parisian fjallaði um málið en í umfjöllun þeirra er sagt frá því sem vitað er um síðustu dagana í lífi Christophe. Þann 16. desember árið 1995 á Christophe að hafa lent í rifrildi við eiginkonu sína. Rifrildið er sagt hafa endað með því að eiginkonan henti hárblásara í bað Christophe en hárblásarinn var þá tengdur við innstungu.

Eftir það á Christophe að hafa yfirgefið heimili þeirra og farið til bróður síns en þar skipulögðu þeir saman veiði sem þeir ætluðu í næsta dag. Christophe fór frá bróður sínum um hálftíma áður en klukkan sló miðnætti sama kvöld en eftir það virtist vera sem hann hafði gufað upp af yfirborði jarðar.

Það var þó að sjálfsögðu ekki raunin, nokkrum dögum síðar fannst bíllinn hans Christophe og eins og áður segir fannst hauslaus líkami hans nokkrum dögum síðar, á jóladag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn