fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Pressan
Mánudaginn 23. maí 2022 10:35

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermaðurinn, Vadim Shishimarin, hefur verið sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu og gert að sæta lífstíðar fangelsi.

Vadim, sem er 21 árs, játaði undir rekstri málsins að hafa banað hinum 62 ára gamla Oleksandr Shelipov í bænum Chupakhivka eftir að hafa verið skipað að skjóta hann.

Málið var rekið fyrir úkraínskum dómstól. Vadim sagðist aðeins hafa verið að fylgja skipunum og hefur beðið um fyrirgefningu.

Þetta er fyrsta mál af þeim gífurlega fjölda meintra stríðsglæpa sem eru til rannsóknar í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi hafa þó til þessa þverneitað því að hafa beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum í innrás sinni en Úkraína segir rúmlega 11 þúsund stríðsglæpi mögulega hafa átt sér stað.

Málið var rekið í Kænugarði og líta margir á þetta sem tækifæri Úkraínu til að sanna, svo það sé yfir vafa hafið, að rússneskir hermenn myrði óbreytta borgara án tillits til þeirra reglna sem gilda á alþjóðavettvangi um stríðsrekstur.

Vadim greindi svo frá að hann hafi verið á ferð í bíl með fleiri hermönnum þegar þeir komu auga á Sheliipov sem var í símanum. Var Vadim þá skipað að skjóta, sem hann neitaði í tvígang, en eftir að hafa fengið skipun í þriðja sinn hafi hann skotið því hann óttaðist um sitt eigið öryggi. Verjandi Vadims benti á að hann hefði ekki haft ásetning um að drepa, heldur hafi verið að bregðast við skipunum yfirmanns og óttaðist að óhlýðni gæti haft afdrifaríkar afleiðingar á líf hans.

Í dramatískri uppákomu í dómsal vék ekkja hins látna, Kateryna Shelipova, sér að Vadim og spurði „Segðu mér, hvers vegna komuð þið hingað? Til að verja okkur? verja okkur fyrir hverjum? Varstu að verja mig fyrir eiginmanni mínum sem þú drapst?“

Vadim svaraði þessu ekki. Hann hafði áður óskað eftir fyrirgefningu frá ekkjunni en sagði þó „En ég skil það vel ef þú getur ekki fyrirgefið mig.“

Kateryna sagði í samtali við BBC: „Ég finn til með honum en ég get ekki fyrirgefið honum svona glæp.“

Frétta BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“