fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Slæm tíðindi frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni – Sjórinn heitari en nokkru sinni áður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 18:00

Mynd: Guðfinna Berg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Á síðasta ári voru mörg neikvæð met slegin hvað varðar loftslagsbreytingarnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar WMO sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar.

Um árlega skýrslu um ástand loftslagsmála er að ræða. Dapurleg niðurstaða hennar er á sömu línu og síðustu loftslagsskýrslur Sameinuðu þjóðanna. Í þeim hafa vísindamenn í fremstu röð slegið því fast að mannkynið verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það mikið. Ef það verði ekki gert standi mannkynið frammi fyrir hörmulegum breytingum á loftslaginu.

Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sló fyrri met á síðasta ári samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu VMO.

Meðalhitinn á heimsvísu var 1,11 gráðum hærri en fyrir iðnvæðinguna. Meðalhitinn færist því sífellt nær hinum 1,5 gráðu mörkum sem eru talin krítísk því ef farið verði yfir þau verði afleiðingarnar alvarlegar. Eins og staðan er núna stefnum við í átt að því að fara yfir þessi mörk. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað til að svo fari ekki.

Hitastig heimshafanna hefur hækkað hratt síðustu 20 ár og á síðasta ári voru þau heitari en nokkru sinni áður. Reiknað er með að þau haldi áfram að hitna.

Í skýrslunni kemur fram að það muni taka mörg hundruð eða mörg þúsund ár að snúa þessari þróun við.

Á síðustu tíu árum hefur yfirborð sjávar hækkað um 4,5 cm.

Síðasta ár var meðal sjö hlýjust áranna frá því að mælingar hófust en þó var ekki eins hlýtt á síðasta ári og 2020. Ástæðan er að veðurfyrirbærið La Nina lét á sér kræla en það veldur kælingu á loftslaginu. Petteri Taalas, forstjóri VMO, segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hitamet á heimsvísu verði slegið á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“