fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 18:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kynntu 11 vísindamenn, frá ýmsum stofnunum, verkefnið „A Beacon in the Galaxy“ (BITG) í Arxiv sem er opinn gagnabanki fyrir vísindagreinar og rannsóknir . Meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu er NASA Jet Propulsion Laboratory.

Vísindamennirnir vilja að skilaboð verði „þróuð til að senda til vitsmunavera í Vetrarbrautinni“. Í þessum skilaboðum vilja þeir að meðal annarra upplýsinga verði upplýsingar um mannslíkamann.

Skilaboðin verða byggð á fyrir skilaboðum, sem hafa verið send út í geiminn, aðallega Areciboskilaboðunum sem voru send til stjörnuþyrpingarinnar M13 árið 1974.

NASA hefur sent upplýsingar um mannkynið út í geim. Má þar nefna að þegar Lucy verkefnið hófst á síðasta ári voru ljóð eftir Amanda Gorman, lög og textar eftir Bítlana og steingervingur af forföður nútímamannsins send með geimfarinu en það á að rannsaka tungl Júpíters. Voyager 1 og 2 geimförin eru með gullplötur sem myndum og hljóðum sem tengjast menningu okkar nútímamanna.

Í tillögum BITG felst að ekki verði sendar upplýsingar um menningu okkar og tungumál. Þess í stað verði einblínt á hluti sem geti betur tengst stærðfræði og eðlisfræði vitsmunavera á öðrum plánetum.

Skilaboðin eru byggð á tvíundarkerfinu, það er að segja tölunum 0 og 1, eins og er notað í tölvum. Telja vísindamennirnir að tvíundarkerfið hljóti að vera eitthvað sem öll vitsmunasamfélög nota og þekkja. CNN skýrir frá þessu.

Einnig munu skilaboðin innihalda upplýsingar um staðsetningu jarðarinnar, myndir af uppbyggingu DNA og vetnisatóms, myndrænar útskýringar á algebru og öðrum stærðfræðiaðferðum, myndum af sólkerfinu, kort af jörðinni og auðvitað teikningu af nöktum karli og konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca