fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Sextíu hafa verið skotnir til bana í Svíþjóð á árinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 12:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var maður á þrítugsaldri skotinn til bana í Södertälje sem er sunnan við Stokkhólm. Hann var sextugasti einstaklingurinn til að vera skotinn til bana í Svíþjóð á árinu.

TT skýrir frá þessu.

Á síðasta ári voru 47 skotnir til bana og var það metár í þessu tilliti. Nú er metið fallið og tæpur mánuður eftir af árinu.

Af þeim 60, sem hafa verið skotnir til bana á árinu, voru sjö skotnir í Södertälje, þar af þrír á tæpri viku í haust.

Sænsk yfirvöld segja að bærinn sé í slæmri hringrás ofbeldisverka sem tengjast átökum glæpagengja.

Talið er að mörg ungmenni tengist morðunum og skotárásum og fjöldi unglinga hefur verið handtekinn vegna gruns um morð eða aðild að morði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa