fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þess vegna áttu ekki að geyma ost í ísskápshurðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 15:00

Ekki geyma ostinn í hurðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísskápar eru ekki eitthvað sem fólk hugsar um daglega. En samt sem áður nota flestir þá daglega enda eru þeir með betri uppfinningum mannanna. Sumir telja einnig að ostur sé ein af betri uppfinningum mannanna en aðrir eru nú ekki jafn sannfærðir um það.

Flestir geyma eflaust ostinn sinn í ísskáp. Sumir geyma ost í hurðinni en það er kannski ekki svo góð hugmynd. Ástæðan er að ostur er mjólkurafurð, eins og allir vita, og það krefst þess að hann sé geymdur í stöðug skilyrði, í kulda og þurru umhverfi. Það á einmitt ekki við um ísskápshurðina. Hún er opnuð margoft yfir daginn og því breytist hitastigið í henni oft og raki nær til hennar. Það myndar ekki kjöraðstæður fyrir ost að því er segir í umfjöllun Tasting Table.

Í stað þess að geyma ostinn í ísskápshurðinni ættir þú að finna honum stað í góðu köldu horni í einni skúffu hans. Margir ísskápar eru meira að segja með skúffur sem eru sérhannaðar til geymslu á ákveðnum vörum, þar á meðal á osti.

En hafðu í huga að það er misjafnt hvernig er best að geyma hinar ýmsu ostategundir. En þær eiga það þó allar sameiginlegt að þær á að geyma í kulda, þar sem hitastigið breytist ekki.

Ostur dregur auðveldlega í sig lykt og því skaltu ganga úr skugga um að ísskápurinn sé hreinn og að skúffan, sem þú setur ostinn í, sé laus við sterka lykt.

Ef þú vilt geyma ost í langan tíma þá er hægt að frysta hann. Þá þarf að hafa í huga að það er mikilvægt að þíða hann upp í ísskáp áður en hann er notaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys