Heimsins frægasta mannæta, hinn japanski Issei Sagawa, er látinn, 73 ára. Banamein hans var lungnabólga. Issei Sagawa var í háskólanámi í Parír árið 1981 þegar hann myrti hollenska skólasystur sína, Renée Hartevelt, hafði mök við líkið og át svo. Sagawa, sem hafði hávaxnar og ljóshærðar konur á heilanum, hafði áður lent í vandræðum vegna þessarar áráttu sinna en hann var einkabarn vel efnaðara foreldra sem höfðu lag á að borga sinn sinn frá vandræðum.
Franska lögreglan handtók Sagawa daginn eftir en tókst föður mannætunnar að fá hann framseldan til Japans þar sem hann var úrskurðaður heill á geði.
Hann þurfti aldrei að svara til saka fyrir morðið á Renée Hartevelt.
Issei Sagawa var stjarna í Japan, skrifaði sjálfsævifögu sína, málaði og seldi nektarmyndir af sér og lék í klámyndum. Á tímabili var hann meira að segja veitingastaðagagnrýnandi fyrir dagblað nokkurt og skrifaði matreiðislubók.
Frægðarsól hans hnignaði þó mjög með árunum eftir því fordæming á verknaði Sagawa jókst.
Hann dró fram lífið á örorkubótum síðustu árin, enginn vildi lengur mannætuna í vinnu.
Aðeins nánustu ættingja voru viðstaddir jarðarförina og hafa ættingjar frekar umræðuna um Sagawa.
Hér má sjá nánar frásögn DV um Issei Sagawa.