fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 06:58

Kim Jong-un og Ju-ae birtust aftur opinberlega í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í annað sinn á skömmum tíma tók Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, unga dóttur sína með í vinnuna. Ekki hafa borist fregnir af því að staðið hafi verið fyrir sérstökum degi eða dögum í Norður-Kóreu þar sem fólk var hvatt til að taka börn sín með í vinnuna.

Margir sérfræðingar telja þetta geta verið vísbendingu um að ákveðið hafi verið að dóttirin verði taki við af föður sínum þegar dagar hans eru taldir.

Hún heitir Ju-ae og er talin vera níu eða tíu ára en það veit enginn utan innsta valdahringsins í Norður-Kóreu. AP segir að líklega sé hún næst elsta barn einræðisherrans.

Ju-ae birtist umheiminum í fyrsta sinn fyrir rúmri viku þegar hún var viðstödd þegar langdrægu flugskeyti var skotið á loft. Þar leiddi hún föður sinn fram hjá flugskeytinu sem var skotið á loft frá flugvelli í höfuðborginni Pyongyang.

Kim Jong-un og Ju-ae skömmu áður en flugskeytinu var skotið á loft. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Í gær birtist hún síðan í annað sinn. Þá fylgdi hún föður sínum til fundar við flugskeytasérfræðinga, tæknimenn, embættismenn og aðra sem komu að þrón Hwasong-17 flugskeytisins.

Ríkisfréttastofan KCNA segir dótturina vera „mest elskaða barn“ leiðtogans og birti myndir af feðginunum.

En það vekur athygli að móðir Ju-ae og eiginkona Kim Jong-un, Ri Sol-ju, er ekki á myndunum.

Ankit Panda, hjá Carnegie friðarstofnuninni, segir að það sem er að gerast núna í Norður-Kóreu sé mjög sérstakt. Myndirnar styrki hugmyndir um að verið sé að koma Ju-ae fyrir sem arftaka föður síns. Hún sagðist ekki telja það tilviljun að fyrstu myndirnar af henni hafi verið teknar í tengslum við tilraunir með flugskeyti sem geta borið kjarnaodda.

Norska ríkisútvarpið segir að sérfræðingar velti nú fyrir sér hvort leiðtoginn hafi gengið fram hjá elsta barni sínu og valið Ju-ae sem arftaka. Ef það er rétt þá brýtur hann gegn hefðum Kim-fjölskyldunnar þar sem elsta barnið tekur við af föður sínum.

Kim Jong-un er þriðji ættliðurinn sem er við völd í landinu á þeim rúmu 70 árum sem eru liðin síðan það varð til. Faðir hans og afi, sem stofnaði landið, stýrðu því með harðri hendi og núverandi leiðtogi hefur ekki verið neinn eftirbátur þeirra hvað varðar harðstjórn og grimmd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?