fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Ráða 100.000 nýja starfsmenn í iPhone-verksmiðju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 19:00

Það þarf margar hendur til að framleiða iPhone.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir vörur fyrir Apple, hefur að undanförnu ráðið 100.000 nýja starfsmenn til starfa í risaverksmiðju sinni í Zhengzhou í Kína.

Verksmiðjunni var lokað fyrir mánuði síðan eftir að kórónuveirusmit komu upp meðal starfsfólks. Margir starfsmenn hættu þá störfum og allt stefndi í að þetta myndi hafa mikil áhrif á sölu iPhone fyrir jólin.

Fyrirtækið réðst þá í mikla vinnu við að finna starfsfólk í verksmiðjuna og hefur nú ráðið 100.000 starfsmenn. CNN skýrir frá þessu.

Verksmiðjan í Zhengzhou er stærsta iPhone-verksmiðjan í Kína. Stöðva varð alla starfsemi í henni í október eftir að fjöldi starfsmanna greindist með kórónuveiruna. Í kjölfarið hættu margir störfum og var framtíð Foxconn því nokkuð óljós.

Þetta var áhyggjuefni fyrir Apple sem er mjög háð þessari risaverksmiðju ef nóg á að vera til af iPhone þegar jólavertíðin hefst fyrir alvöru.

En nú hefur ræst úr og fyrirtækið er komið á rétta braut á nýjan leik með þessum 100.000 nýju starfsmönnum.

Foxconn hefur fjórfaldað daglega bónusa starfsfólks í nóvember til að reyna að halda í það.

Fyrirtækið rekur fjölda verksmiðja víða í Kína og er með um 1,3 milljónir starfsmanna á launaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi