fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Ráða 100.000 nýja starfsmenn í iPhone-verksmiðju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 19:00

Það þarf margar hendur til að framleiða iPhone.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir vörur fyrir Apple, hefur að undanförnu ráðið 100.000 nýja starfsmenn til starfa í risaverksmiðju sinni í Zhengzhou í Kína.

Verksmiðjunni var lokað fyrir mánuði síðan eftir að kórónuveirusmit komu upp meðal starfsfólks. Margir starfsmenn hættu þá störfum og allt stefndi í að þetta myndi hafa mikil áhrif á sölu iPhone fyrir jólin.

Fyrirtækið réðst þá í mikla vinnu við að finna starfsfólk í verksmiðjuna og hefur nú ráðið 100.000 starfsmenn. CNN skýrir frá þessu.

Verksmiðjan í Zhengzhou er stærsta iPhone-verksmiðjan í Kína. Stöðva varð alla starfsemi í henni í október eftir að fjöldi starfsmanna greindist með kórónuveiruna. Í kjölfarið hættu margir störfum og var framtíð Foxconn því nokkuð óljós.

Þetta var áhyggjuefni fyrir Apple sem er mjög háð þessari risaverksmiðju ef nóg á að vera til af iPhone þegar jólavertíðin hefst fyrir alvöru.

En nú hefur ræst úr og fyrirtækið er komið á rétta braut á nýjan leik með þessum 100.000 nýju starfsmönnum.

Foxconn hefur fjórfaldað daglega bónusa starfsfólks í nóvember til að reyna að halda í það.

Fyrirtækið rekur fjölda verksmiðja víða í Kína og er með um 1,3 milljónir starfsmanna á launaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum