fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Barnamúmían dularfulla – Fundu dánarorsökina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 13:30

Hún hefur varðveist ansi vel. Mynd:Nerlich et al., Frontiers, 2022

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg hundruð ár hefur postulínshvít húð verið merki um velmegun og þjóðfélagsstöðu í mörgum samfélögum. Þetta næst með því að halda sig inni við, nota sóllhlífar og klæðast langerma peysum.

Þetta virðist einmitt hafa verið örlagaríkt fyrir barn eitt úr einni af elstu yfirstéttarfjölskyldum Austurríkis.

Um dreng er að ræða sem lést þegar hann var 10 til 18 mánaða gamall. Hann lést einhvern tímann á árunum 1550 til 1635. Múmía hans hefur varðveist síðan og rannsóknir á henni sýna að hann lést líklega vegna algjörs skorts á sólarljósi. Múmían fannst í grafhvelfingu sem Starhemberg-ættin á.

Hún hefur varðveist vel. Mynd:Nerlich et al., Frontiers, 2022

 

 

 

 

 

Með því að skanna múmíuna sáu vísindamenn að rifbeinin voru aflöguð, líktust klassískum einkennum vannæringar og þá sérstaklega skorts á D-vítamíni.

Fituvefur sýndi að drengurinn var of þungur miðað við aldur, að minnsta kosti miðað við önnur börn á þessum aldri á þessum tíma. Þetta sýnir að drengurinn var vel nærður og því ólíklegt að hann hafi glímt við C-vítamínskort en C-vítamín fáum við úr fæðunni.

D-vítamín fáum við ekki í svo miklum mæli úr fæðunni, það fáum við frekar í frá sólarljósinu.

Niðurstaða vísindamannanna var því að drengurinn hafi verið alvarlega vannærður hvað varðar að fá sólarljós, ekki hvað varðar mat. Hann hafi því verið með beinkröm sem hafi óbeint orðið honum að bana því hún hafi valdið lungnabólgu.

ScienceAlert skýrir frá þessu.

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“