fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Barnamúmían dularfulla – Fundu dánarorsökina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 13:30

Hún hefur varðveist ansi vel. Mynd:Nerlich et al., Frontiers, 2022

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg hundruð ár hefur postulínshvít húð verið merki um velmegun og þjóðfélagsstöðu í mörgum samfélögum. Þetta næst með því að halda sig inni við, nota sóllhlífar og klæðast langerma peysum.

Þetta virðist einmitt hafa verið örlagaríkt fyrir barn eitt úr einni af elstu yfirstéttarfjölskyldum Austurríkis.

Um dreng er að ræða sem lést þegar hann var 10 til 18 mánaða gamall. Hann lést einhvern tímann á árunum 1550 til 1635. Múmía hans hefur varðveist síðan og rannsóknir á henni sýna að hann lést líklega vegna algjörs skorts á sólarljósi. Múmían fannst í grafhvelfingu sem Starhemberg-ættin á.

Hún hefur varðveist vel. Mynd:Nerlich et al., Frontiers, 2022

 

 

 

 

 

Með því að skanna múmíuna sáu vísindamenn að rifbeinin voru aflöguð, líktust klassískum einkennum vannæringar og þá sérstaklega skorts á D-vítamíni.

Fituvefur sýndi að drengurinn var of þungur miðað við aldur, að minnsta kosti miðað við önnur börn á þessum aldri á þessum tíma. Þetta sýnir að drengurinn var vel nærður og því ólíklegt að hann hafi glímt við C-vítamínskort en C-vítamín fáum við úr fæðunni.

D-vítamín fáum við ekki í svo miklum mæli úr fæðunni, það fáum við frekar í frá sólarljósinu.

Niðurstaða vísindamannanna var því að drengurinn hafi verið alvarlega vannærður hvað varðar að fá sólarljós, ekki hvað varðar mat. Hann hafi því verið með beinkröm sem hafi óbeint orðið honum að bana því hún hafi valdið lungnabólgu.

ScienceAlert skýrir frá þessu.

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca