fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Barnamúmían dularfulla – Fundu dánarorsökina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 13:30

Hún hefur varðveist ansi vel. Mynd:Nerlich et al., Frontiers, 2022

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg hundruð ár hefur postulínshvít húð verið merki um velmegun og þjóðfélagsstöðu í mörgum samfélögum. Þetta næst með því að halda sig inni við, nota sóllhlífar og klæðast langerma peysum.

Þetta virðist einmitt hafa verið örlagaríkt fyrir barn eitt úr einni af elstu yfirstéttarfjölskyldum Austurríkis.

Um dreng er að ræða sem lést þegar hann var 10 til 18 mánaða gamall. Hann lést einhvern tímann á árunum 1550 til 1635. Múmía hans hefur varðveist síðan og rannsóknir á henni sýna að hann lést líklega vegna algjörs skorts á sólarljósi. Múmían fannst í grafhvelfingu sem Starhemberg-ættin á.

Hún hefur varðveist vel. Mynd:Nerlich et al., Frontiers, 2022

 

 

 

 

 

Með því að skanna múmíuna sáu vísindamenn að rifbeinin voru aflöguð, líktust klassískum einkennum vannæringar og þá sérstaklega skorts á D-vítamíni.

Fituvefur sýndi að drengurinn var of þungur miðað við aldur, að minnsta kosti miðað við önnur börn á þessum aldri á þessum tíma. Þetta sýnir að drengurinn var vel nærður og því ólíklegt að hann hafi glímt við C-vítamínskort en C-vítamín fáum við úr fæðunni.

D-vítamín fáum við ekki í svo miklum mæli úr fæðunni, það fáum við frekar í frá sólarljósinu.

Niðurstaða vísindamannanna var því að drengurinn hafi verið alvarlega vannærður hvað varðar að fá sólarljós, ekki hvað varðar mat. Hann hafi því verið með beinkröm sem hafi óbeint orðið honum að bana því hún hafi valdið lungnabólgu.

ScienceAlert skýrir frá þessu.

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída