Nú hefur ákæra verið gefin út á hendur honum. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem læknir og að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum og sært blygðunarkennd þeirrar þriðju.
Brotin áttu sér stað í janúar á þessu ári á sjúkrahúsinu í Viborg og í mars á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum. B.T. skýrir frá þessu.
Fram kemur að læknirinn hafi gert bæði endaþarms- og leggangarannsókn á 27 ára konu, sem hafði verið lögð inn á sjúkrahús með 40,5 stiga hita. Læknirinn starfaði ekki á deildinni sem hún var lögð inn á.
Hann er einnig sagður hafa afklætt konuna að hluta eftir þessar rannsóknir og hafi síðan káfað á brjóstum hennar og rassi auk þess sem hann kleip harkalega í geirvörtur hennar.
Hin konan kom á sjúkrahúsið með ökkla- og hnémeiðsli. Án samþykkis hennar gerði læknirinn leggangaskoðun á henni og káfaði á brjóstum hennar.
Hann neitar sök.
Málið verður tekið fyrir dóm í desember.