fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Læknir ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur danskur læknir hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur kvenkyns sjúklingum á sjúkrahúsum á Jótlandi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok mars.

Nú hefur ákæra verið gefin út á hendur honum. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem læknir og að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum og sært blygðunarkennd þeirrar þriðju.

Brotin áttu sér stað í janúar á þessu ári á sjúkrahúsinu í Viborg og í mars á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum. B.T. skýrir frá þessu.

Fram kemur að læknirinn hafi gert bæði endaþarms- og leggangarannsókn á 27 ára konu, sem hafði verið lögð inn á sjúkrahús með 40,5 stiga hita. Læknirinn starfaði ekki á deildinni sem hún var lögð inn á.

Hann er einnig sagður hafa afklætt konuna að hluta eftir þessar rannsóknir og hafi síðan káfað á brjóstum hennar og rassi auk þess sem hann kleip harkalega í geirvörtur hennar.

Hin konan kom á sjúkrahúsið með ökkla- og hnémeiðsli. Án samþykkis hennar gerði læknirinn leggangaskoðun á henni og káfaði á brjóstum hennar.

Hann neitar sök.

Málið verður tekið fyrir dóm í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana