fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Tveir eða þrír kaffibollar á dag lengja lífið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 13:30

Kaffi er hollt í hóflegu magni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að drekka tvo eða þrjá bolla af kaffi á dag getur lengt lífið. Þetta er niðurstaða nýrra rannsóknar og hlýtur hún að gleðja þá sem drekka kaffi.

Í umfjöllun Sky News kemur fram að niðurstöður rannsóknarinnar eigi við malað kaffi, skyndikaffi og koffínlaust kaffi. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, leggja til að kaffineysla verði álitin hluti af heilbrigðum lífsstíl.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í European Journal of Preventative Cardiology. Eftir því sem kemur fram í henni þá fengust bestu áhrifin af kaffidrykkju við að drekka tvo til þrjá bolla á dag.

Þegar kaffidrykkja var borin saman við að drekka ekki kaffi voru 11 til 27% minni líkur á að andláti, á því 12,5 ára tímabili sem rannsóknin náði yfir, hjá þeim sem drukku kaffi. Líkurnar voru mismunandi eftir hvernig kaffi var drukkið.

Peter Kistler, höfundur rannsóknarinnar, sagði að niðurstaðan bendi til að hófleg neysla kaffis eigi að vera talin hluti af heilbrigðum lífsstíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra

Foreldrar tveggja 17 ára drengja þurfa að greiða milljónir eftir heimskulegt uppátæki þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“