New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að vinkonurnar hafi skipulagt ódæðið vikum saman. Þær ætluðu að myrða fjölskyldur sínar og gæludýr og síðan aka saman til Georgíu. En vinkonan lét ekki verða af áætluninni.
Lögreglunni var tilkynnt um skothvelli í Weatherford, sem er um 50 km vestan við Fort Worth, síðasta þriðjudagskvöld. Á vettvangi fundu lögreglumenn stúlkuna liggjandi á götunni og skammbyssu við hlið hennar. Hún hafði skotið sig í höfuðið.
Faðir hennar var inni í húsinu og var hann með skotsár á kviðnum.
Þau voru bæði flutt á sjúkrahús með þyrlu. Ekki hefur verið skýrt frá líðan þeirra.
Lögreglan segir að stúlkan hafi ætlað að aka heim til vinkonu sinnar í Lufka, í um 300 km fjarlægð, og sækja hana að skotárásinni lokinni. Þær hafi síðan ætlað saman til Georgíu.
Vinkonan hefur verið kærð fyrir samsæri um að fremja morð.