fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Drekkur þú kaffi? Þá lifir þú lengur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júní 2022 10:30

Það var líklega ekki snjallt að blanda þessu út í kaffið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú drekkur kaffi þá eru hér góðar fréttir fyrir þig. Þú munt lifa lengur fyrir vikið. Það er því aldeilis góð ástæða til að drekka kaffi, svona fyrir utan allar hinar ástæðurnar.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hafa verið birtar í The Annals of Internal Medicine, þá tengist kaffidrykkja, í réttu magni, lægri dánartíðni. The New York Times skýrir frá þessu.

Fram kemur að hjá fólki sem drekkur einn og hálfan til þrjá og hálfan bolla af kaffi á dag sé dánartíðnin 30% lægri en hjá þeim sem ekki drekka kaffi. Þetta er byggt á gögnum um 170.000 einstaklinga á aldrinum 37 til 73 ára en rannsóknin náði yfir sjö ár. Lýðfræði, lífsstíll og mataræði voru voru mikilvægir þættir við gerð rannsóknarinnar.

En áður en þú stekkur hæð þína í loft og fagnar því að nú sértu búin(n) að komast að leyndardómnum á bak við langlífi er rétt að staldra aðeins við. Christina Wee, ritstjóri The Annals of Internal Medicine, segir að eitt vandamál sé við rannsóknina því ekki sé hægt að draga beina ályktun um að kaffi eitt og sér dragi úr líkunum á andláti. Ástæðan er að ekki var um samanburðarrannsókn að ræða, aðeins var fylgst með þeim sem drekka kaffi og upplýsingar um þá nýttar. Aðrir þættir geti einnig komið við sögu að sögn Wee. Til dæmis geti verið að þeir sem drekka kaffi lifi almennt heilbrigðara lífi en aðrir og lifi því lengur.

En samt sem áður er hún mjög spennt yfir niðurstöðunni. „Það er fátt sem getur dregið úr dánarlíkunum um 30%,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi