fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Maður „grillaður lifandi“ eftir afskipti lögreglu á bensínstöð – „Hann er vafinn í og úr sáraumbúðum daglega“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Laugardaginn 21. maí 2022 12:53

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar fór Bandaríkjamaðurinn Jean Barretto á bensínstöð í Osceolasýslu í Flórída til að fylla á krossarann sinn og var um leið tæklaður aftan frá af lögregluþjóni. Fleiri lögreglumenn mættu á svæðið og einn lögregluþjónanna skaut Jean með rafbyssu þar sem hann lá á jörðinni.

Neistinn úr rafbyssunni kveikti í bensíni og úr varð stór eldhnöttur sem olli þriðja stigs bruna á yfir 75% af líkamanum hans, samkvæmt Orlando Sentinel. Einnig særðust þrír lögregluþjónar, einn þeirra hlaut brunasár á yfir helming líkamans. Tíu vikum síðar liggur Jean enn á sjúkrahúsi og lögfræðingar fjölskyldunnar hans hafa beðið lögregluna í Flórída og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um frekari upplýsingar. Þau segja að lögreglan hafi ekki gefið upp mikilvægar upplýsingar, eins og búkmyndavélarupptöku.

Í fréttayfirlýsingu segja lögfræðingarnir að Jean hafi verið „grillaður lifandi“ (e. cooked alive) með brunasár frá fótum og upp að hálsi á báðum hliðum líkamans. „Hann er vafinn í og úr sáraumbúðum daglega og blæðir gríðarlega þar sem hann er ekki með næga húð til að halda inni líkamsvessum,“ segja lögfræðingarnir en Jean verður settur í dá til að hægt sé að græða húð á hann. 

Þá segja lögfræðingarnir einnig að aðgerðir lögreglu hafi verið „kærulausar, heimskulegar, óþarfi og banvænar.“ 

„Lögreglan brenndi mig“

Jean var á leiðinni heim eftir að lögreglan hafði haft afskipti af hópi mótorhjólamanna. Lögreglan segir einn þeirra hafa hleypt úr skotvopni en Jean var ekki vopnaður. Stjúpmóðir hans sagði WFTV að lögreglan hafi falið lykilupplýsingar frá upphafi og að hún hafi neitað að leyfa henni að sjá son sinn í fyrstu á sjúkrahúsinu. Þegar hann vaknaði segir hún það fyrsta sem hann sagði hafa verið: „Lögreglan brenndi mig.“

Hún segir að hinn 26 ára Jean sé ökumaður fyrir flutningaþjónustuna FedEx sem elski starfið sitt og hún veltir því fyrir sér hvort það bíði hans þegar hann hefur jafnað sig. Rannsókn málsins stendur enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana