fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Mesti aðdáandi McDonald’s í heiminum – Hefur borðað Big Mac daglega í 50 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:00

Donald Gorske með Big Mac. Mynd:Heimsmetabók Guinness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má líklega segja að Donald Gorske, frá Minnesota í Bandaríkjunum, sé mesti aðdáandi McDonald’s í heiminum og traustasti viðskiptavinur fyrirtækisins. Hann hefur borðað Big Mac nær daglega síðustu 50 árin og ekki nóg með það hann hefur skráð þetta allt hjá sér.

Hann byrjaði að skrá þetta hjá sér þegar hann fékk sér fyrsta Big Mac borgaranna þann 17. maí 1972.  Þann 17. maí 2011 náði hann þeim áfanga að hafa borðað 25.000 Big Mac og í vikunni gat hann „fagnað“ því að hafa borðað Big Mac nær daglega í 50 ár. Samtals hefur hann sporðrennt 32.943 Big Mac.

„Ó, ég hef aðeins misst átta daga úr á 50 árum sem er ótrúlegt. Eins og ég segi þá tel ég alla Big Mac. Ég hef talið alla Big Mac sem ég hef borðað á ævinni og á skrá yfir það frá fyrsta degi,“ sagði hann í samtali við CNN.

Það er langt síðan hann komst í Heimsmetabók Guinness fyrir þetta. Þar segir að hann borði yfirleitt tvo Big Mac á dag.

Hann er svo upptekinn af þessu að hann á hverja einustu kvittun fyrir kaupum á Big Mac frá upphafi og ekki nóg með það, hann á hvern einasta kassa undan hamborgurunum frá upphafi. Hann er því með 50.000 kassa, undan Big Mac, heima hjá sér.

Hann geymir alla kassa utan af hamborgurunum. Mynd:Heimsmetabók Guinness
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram