Norskir fjölmiðlar segja að tilkynnt hafi verið um árásina klukkan 08.58 að staðartíma. Árásarmaðurinn var handtekinn 25 mínútum síðar.
Tveir sjúkrabílar og þrjár sjúkraþyrlur voru sendar á vettvang að sögn TV2.
Vitni segja að árásin hafi átt sér stað nærri verslun og kirkju bæjarins.
Lögreglan mun boða til fréttamannafundar síðar í dag vegna málsins.