fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

2 ára stúlka lést eftir fjölskyldufríið í Tyrklandi – „Hún var svo lífsglöð lítil stelpa“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. maí 2022 07:00

Allie lést tveimur vikum eftir fríið á Tyrklandi - Myndir: SWNS/Booking.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. ágúst árið 2019 lést Allie Birchall, einungis þremur vikum fyrir þriggja ára afmælið sitt. Aðeins tvær vikur voru síðan Allie og fjölskylda hennar komu heim til sín eftir ferðalag sitt til Tyrklands þegar hún lét lífið.

Katie Dawson, 36 ára móðir Allie, segir í samtali við The Sun að dóttir sín hafi látið lífið eftir að hún fengið matareitrun á „ógeðslega“ hótelinu í Tyrklandi. „Síðustu þrjú ár hafa verið verstu ár ævi minnar. Ég á ennþá erfitt með að gera mér grein fyrir því að Allie er farin, hún var svo lífsglöð lítil stelpa,“ segir Katie.

Öll fjölskyldan fékk magakveisu á meðan ferðalaginu stóð en Katie segir þó að enginn hafi haldið að það myndi enda á þennan hátt. „Líf okkar breyttust til frambúðar þarna en við getum ekki farið aftur í tímann og breytt því sem gerðist og við þurfum að fá svör við því hvers vegna litla prinsessan var tekin frá okkur.“

Ekki er nefnilega ennþá vitað nákvæmlega hvað kom fyrir Allie. Rannsókn á andláti hennar hófst í fyrra en henni var síðar frestað. Rannsóknin náði þó að staðfesta að Allie lést af völdum E. Coli bakteríunni en ekki er vitað með vissu hvar hún smitaðist af bakteríunni. Þó er talið að hún hafi „örugglega pottþétt“ smitast af henni í Tyrklandi.

Vilja fá svör

Katie hefur sínar efasemdir varðandi hreinlætið á hótelinu sem þau gistu á í Tyrklandi en þau gistu á hóteli sem nefnist Crystal Sunset Luxury Resort and Spa. Um er að ræða fimm stjörnu hótel sem hefur fengið nokkuð af neikvæðum umsögnum á netinu, margar þeirra beinast sérstaklega að hreinlætinu á hótelinu.

Jatinder Paul, lögmaður fjölskyldu Allie, segir að fjölskyldan vilji fá svör við ýmsum spurningum og að hún eigi rétt á svörunum við þeim. „Fjölskyldan var gríðarlega spennt fyrir fríinu sínu í Tyrklandi en eftir að þau komu heim þurftu þau að ganga í gegnum verstu upplifun lífs síns,“ segir Paul.

„Þó svo að við getum ekki breytt þjáningunni sem þau eru búin að ganga í gegnum þá erum við ákveðin í því að hjálpa þeim að öðlast svörin sem þau eiga skilið að fá,“ segir hann einnig. Þá segir hann að fjölskyldan kalli eftir því að það verði dreginn einhver lærdómur af málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi