fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Munur á fullnægingatíðni kynjanna veldur vanda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kynlífi gagnkynhneigðra er ekki óalgengt að karlar fái oftar fullnægingu en konur. Þetta getur haft neikvæð áhrif og dregið úr kynlífslöngun kvenna.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Meðal niðurstaðna hennar er að þeim mun sjaldnar sem konur fá fullnægingu við samfarir, þeim mun minni væntingar hafi þær til kynlífs.

„Þetta fyrirbæri skiptir miklu um nautn kvenna og almennrar vellíðunar þeirra. Konur læra að sætta sig við minna þegar kemur að kynlífi. Þetta er mikilvægt varðandi jafnrétti,“ er haft eftir Grace Wetzel í fréttatilkynningu en hún er doktorsnemi við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum.

104 pör, sem öll eru virk kynferðislega, tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendurnir voru spurðir út í kynlífið, meðal annars um væntingar til þess, hversu oft þeir fengju fullnægingu og hversu oft þeir vildu fá fullnægingu.

Niðurstaðan var að karlar fengu oftar fullnægingu en konur. Bæði kynin gerðu sér ákveðnar væntingar um fullnægingar og upplifun í kynlífinu en væntingarnar voru breytilegar og byggðust á upplifun þátttakendanna.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar bendi til að skortur á fullnægingum valdi því að minni væntingar séu um kynlífið með makanum.

„Væntingar okkar mótast af reynslu og þegar konur fá færri fullnægingar reikna þær með því. Vegna þess að konur draga úr kröfum sínum á þennan hátt verður ójafnvægið í sambandinu bara enn meira,“ sagði Wetzel og bætti við að konurnar skorti þar með hvatningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“