fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Uppgötvuðu risastór íseldfjöll á Plútó

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. apríl 2022 07:30

Plútó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað undarleg svæði á Plútó, segja má að þau séu eiginlega „kekkjótt“. Slík svæði hafa aldrei áður uppgötvast í sólkerfinu okkar. Þau gefa til kynna að risastór íseldfjöll hafi nýlega verið virk á þessari fjarlægu dvergplánetu.

Videnskab skýrir frá þessu. Skýrt er frá þessari uppgötvun í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Vísindamennirnir greindu myndir sem New Horizon geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA tók af Plútó. Greiningin leiddi í ljós að Plútó var heitur að innan mun síðar en áður var talið.

Lengi hefur verið talið að íseldfjöll séu á mörgum köldum tunglum í sólkerfinu en á Plútó líta þau „allt öðruvísi út en nokkuð annað sem við höfum séð“ segir Kelsi Singer sem vann að rannsókninni.

Vísindamennirnir geta ekki enn sagt til um hvenær íseldfjöllin mynduðust en þeir telja þau frekar „ung“ eða „aðeins“ nokkur hundruð milljóna ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum