fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Harry prins með bók í smíðum – „Mun skekja grunnstoðir konungdæmisins“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 06:02

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að samband Harry prins og bresku hirðarinnar hafi ekki verið gott síðustu árin eða allt frá því að hann og eiginkona hans, Meghan, ákváðu að segja skilið við „starf“ sitt hjá hirðinni og flytja til Bandaríkjanna. Það má leiða getum að því að Harry sé ekki á leiðinni til að bæta sambandið því hann situr nú við bókaskriftir og herma heimildir að bókin muni „skekja grunnstoðir konungdæmisins.“

Mirror segist hafa heimildir fyrir því frá nánum vinum Harry að hann hafi í hyggju að gefa bókina út í árslok og að hún muni „skekja grunnstoðir konungdæmisins.“

Hann er meðal annars sagður reiðubúinn til að tjá sig um hvað honum finnst um stjúpmóður sína, Camilla Parker-Bowles.

Þrátt fyrir að fáir viti hvað hann er að skrifa um þá er eitt og annað sem bendir til að innihaldið verði eldfimt. Hann er sagður hafa setið við skriftir síðasta árið og eru tíðindi af því sögð hafa komið Elísabetu drottningu, ömmu hans, Karli prins, föður hans, og Vilhjálmi prins, bróður hans, mjög á óvart.

Harry er sagður hafa fengið JR. Moehringer, sem hefur hlotið hin virtu Pulitzerverðlaun, til liðs við sig við skriftirnar.

Daily Mail segir að Harry fái sem svarar til 2,6 milljarða íslenskra króna fyrir að skýra frá skoðunum sínum á fjölskyldu sinni.

Ætlunin er að bókin komi út fyrir jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara
Pressan
Í gær

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst