

Mirror segist hafa heimildir fyrir því frá nánum vinum Harry að hann hafi í hyggju að gefa bókina út í árslok og að hún muni „skekja grunnstoðir konungdæmisins.“
Hann er meðal annars sagður reiðubúinn til að tjá sig um hvað honum finnst um stjúpmóður sína, Camilla Parker-Bowles.
Þrátt fyrir að fáir viti hvað hann er að skrifa um þá er eitt og annað sem bendir til að innihaldið verði eldfimt. Hann er sagður hafa setið við skriftir síðasta árið og eru tíðindi af því sögð hafa komið Elísabetu drottningu, ömmu hans, Karli prins, föður hans, og Vilhjálmi prins, bróður hans, mjög á óvart.
Harry er sagður hafa fengið JR. Moehringer, sem hefur hlotið hin virtu Pulitzerverðlaun, til liðs við sig við skriftirnar.
Daily Mail segir að Harry fái sem svarar til 2,6 milljarða íslenskra króna fyrir að skýra frá skoðunum sínum á fjölskyldu sinni.
Ætlunin er að bókin komi út fyrir jólin.