fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Þess vegna notum við „@“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 06:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir tengja táknið „@“ líklegast við netföng eða við það þegar einhver er „taggaður“ á samfélagsmiðlum á borð við Instagram. En hvenær var þetta tákn fundið upp og af hverju notum við það?

Margt er fundið upp á undarlegum tímapunktum og má þar nefna að kveikjarar voru fundnir upp 1823 eða 21 ári á undan eldspýtum eins og við þekkjum þær. Dósaopnarar komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en tæpum 50 árum eftir að niðurstöðudósir komu fram á sjónarsviðið. Það var ekki fyrr en 1970 sem einhver fékk þá snjöllu hugmynd að setja hjól undir ferðatöskur.

En hvað með „@“? Það liggur ekki í augum uppi að táknið hafi verið fundið upp áður en tölvupóstur kom til sögunnar eða það að „tagga“ fólk á samfélagsmiðlum. Táknið getur því ekki verið mjög gamalt, eða hvað?

En raunar er það tæplega 500 ára og sumir telja að það sé jafnvel enn eldra og hafi verið notað á sjöttu eða sjöundu öld. iflScience skýrir frá þessu.

Að sögn var upphafleg merking táknsins að það kom í staðinn fyrir að skrifað væri „fyrir stykkið“ eða jafnvel að það hafi haft nær sömu merkingu og í dag, sem sagt „hjá“, „varðandi“ eða þess háttar.

Ein kenning er að táknið hafi verið búið til með því að slá „a“ og „d“ saman til að hægt væri að spara tíma við skriftir og hafi því haft sömu merkingu og það hefur í dag.

Önnur kenning, sem byggist á einni fyrstu þekktu notkun táknsins sem er frá 1536, gengur út á að í bréfi sem franski kaupmaðurinn Francesco Lapi skrifaði  notaði hann „@“ í staðinn fyrir „fyrir stykkið“. Til dæmis skrifaði hann: „10 bollur „@“ 5 fr“ í staðinn fyrir að skrifa „10 bollur á 5 fr stykkið.“

En hvað sem er rétt í þessu þá hvarf táknið úr notkun með tímanum eða allt þar til 1971 þegar Ray Tomlinson, tölvusérfræðingi, datt í hug að nota í netföngum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?