fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 22:30

Það má ekki æfa ef eini klæðnaðurinn að ofanverðu er íþróttabrjóstahaldari. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð umræða hefur orðið í Danmörku eftir að stjórnendur líkamsræktarstöðvar hjá Syddansk háskólanum ákváðu að banna konum að stunda æfingar ef þær eru aðeins klæddar íþróttabrjóstahaldara að ofan.

Nýlega varð mikil umræða í Danmörku um ákvörðun skólastjóra framhaldsskóla í Vejle um að banna nemendum að mæta í skólann ef þeir væru klæddir í peysur eða boli sem næðu ekki alveg að hylja magann. Úr urðu töluverð mótmæli og á endanum greip skólastjórnin inn í málið og ógilti ákvörðun skólastjórans.

Nú stefnir í álíka heitar umræður um ákvörðun stjórnenda SDU Fitness um að banna æfingar ef iðkendur eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara.

Jótlandspósturinn hefur eftir Nivi Meyer, sem stendur fyrir undirskriftarsöfnun gegn þessari ákvörðun, að henni finnist þetta alveg fáránlegt. Hér sé um gamaldags viðhorf til kvenna að ræða, að ekki megi æfa í íþróttabrjóstahaldara og sýna magann á sér.

Í skjali, sem hefur verið birt á Facebook, er bannið skýrt með því að það snúist um hreinlæti, persónuleg mörk og þess að taka tillit til mismunandi menningar.

Þingmenn Danska þjóðarflokksins og Venstre gagnrýna bannið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?