fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Blæti auðjöfursins varð tveimur mönnum að bana

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 22:00

Ed Buck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski auðjöfurinn Ed Buck var á dögunum fundinn sekur um að verða tveimur mönnum að bana með því að sprauta þá með metamfetamíni, og fá kynlífsgreiða hjá þeim. Kviðdómurinn vestanhafs sagði hann sekan í níu af níu ákæruliðum. Eftir á kveða upp dóm yfir Buck. Það verður í mesta lagi lífstíðardómur, en í minnsta lagi 20 ára fangelsisdómur. Frá þessu greina bandarískir miðlar líkt og Los Angeles Times.

Að baki voru tveggja vikna réttarhöld þar sem aðrir menn lýstu því hvernig Buck hafði fengið þá til að afklæða sig, sína honum líkama sinn og í kjölfarið gefið þeim eiturlyf eins og amfetamín og smjörsýru. Þá voru myndir og myndbönd úr fíkniefna- og kynlífspartýum auðjöfursins sýnd viðstöddum í réttarhöldunum, en það myndefni á að hafa tekið á.

Blæti Buck varð síðan tveimur mönnum að bana. Gemmel Moore lést sumraið 2017 og Timothy Dean í upphafi árs 2019, báðir þeirra tóku of stóran skammt fíkniefna. Seinna árið 2019 lést þriðji maðurinn næstum því í álíka aðstæðum og hinir tveir, og það varð til þess að Buck var ákærður.

„Ed Buck mun aldrei særa neinn aftur og ég þakka guði fyrir það.“ sagði systir eins fórnarlambs Bucks við LA Times.

Buck hafði verið áberandi í pólitíkinni í Kaliforníu og Los Angeles. Hann hafði boðið sig fram í borgarráð og safnað gríðarlega háum fjárhæðum fyrir Demókrataflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna