fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Ákærðir fyrir smygl á fíkniefnum sem þeir földu í ostum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 05:16

Ostarnir litu vel út þar til þeir voru opnaðir. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla kókaíni að verðmæti sem nemur um 150 milljónum íslenskra króna, í hollenskum gæðaostum til Gautaborgar í Svíþjóð. Sendiferðabíll var notaður til að flytja hollenskan Goudaost til Gautaborgar.

En í fimm af þessum tólf kílóa ostum var búið að koma fyrir tíu kílóum af kókaíni. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Ostarnir í sendiferðabílnum. Mynd:Sænska lögreglan

Lögreglan hafði fengið veður af smyglinu og fylgdist með. Einn hinna ákræðu ók í ágúst á síðasta ári til Hollands í sendibíl, sem þeir höfðu leigt. Þar hitti hann tvo Þjóðverja sem hlóðu ostunum í bílinn. Því næst var ekið til Gautaborgar þar sem ostarnir voru teknir úr bílnum í geymsluhúsnæði einu. Þá lét lögreglan til skara skríða og handtók mennina á staðnum.

„Þetta er mjög óvenjulegt. Ég hef aldrei á ferli mínum rannsakað mál þar sem reynt hefur verið að smygla fíkniefnum í ostum. Fíkniefnin voru falin inni í ostunum svo það hlýtur mikil undirbúningsvinna að hafa legið að baki. Kannski héldu þeir að þeir gætu blekkt fíkniefnahundana,“ er haft eftir Pether Lundin, sem stýrði rannsókninni, í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Efnin voru vel falin í ostunum. Mynd:Sænska lögreglan

Ostasérfræðingur var fenginn til aðstoðar við rannsóknina. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ostarnir, sem kókaínið var falið í, væru um þriggja mánaða gamlir. Hann sagði að um hágæðaosta væri að ræða og ekki eitthvað sem hefði verið gert í heimahúsi.

Fjórmenningarnir neita sök og segjast aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við að flytja ostana og að þeir hafi ekki haft hugmynd um að kókaín væri í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum