fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Ákærðir fyrir smygl á fíkniefnum sem þeir földu í ostum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 05:16

Ostarnir litu vel út þar til þeir voru opnaðir. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla kókaíni að verðmæti sem nemur um 150 milljónum íslenskra króna, í hollenskum gæðaostum til Gautaborgar í Svíþjóð. Sendiferðabíll var notaður til að flytja hollenskan Goudaost til Gautaborgar.

En í fimm af þessum tólf kílóa ostum var búið að koma fyrir tíu kílóum af kókaíni. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Ostarnir í sendiferðabílnum. Mynd:Sænska lögreglan

Lögreglan hafði fengið veður af smyglinu og fylgdist með. Einn hinna ákræðu ók í ágúst á síðasta ári til Hollands í sendibíl, sem þeir höfðu leigt. Þar hitti hann tvo Þjóðverja sem hlóðu ostunum í bílinn. Því næst var ekið til Gautaborgar þar sem ostarnir voru teknir úr bílnum í geymsluhúsnæði einu. Þá lét lögreglan til skara skríða og handtók mennina á staðnum.

„Þetta er mjög óvenjulegt. Ég hef aldrei á ferli mínum rannsakað mál þar sem reynt hefur verið að smygla fíkniefnum í ostum. Fíkniefnin voru falin inni í ostunum svo það hlýtur mikil undirbúningsvinna að hafa legið að baki. Kannski héldu þeir að þeir gætu blekkt fíkniefnahundana,“ er haft eftir Pether Lundin, sem stýrði rannsókninni, í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Efnin voru vel falin í ostunum. Mynd:Sænska lögreglan

Ostasérfræðingur var fenginn til aðstoðar við rannsóknina. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ostarnir, sem kókaínið var falið í, væru um þriggja mánaða gamlir. Hann sagði að um hágæðaosta væri að ræða og ekki eitthvað sem hefði verið gert í heimahúsi.

Fjórmenningarnir neita sök og segjast aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við að flytja ostana og að þeir hafi ekki haft hugmynd um að kókaín væri í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst