fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Bólusetja Kóalabirni gegn klamýdíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 400 kóalabirnir verða bólusettir gegn klamýdíu á næstunni í Ástralíu. Vísindamenn segjast vonast til að þetta geti leikið stórt hlutverk í að tryggja að tegundin lifi áfram.

Klamýdía, sem smitast við kynmök, hefur breiðst mjög út meðal kóalabjarna og á sumum svæðum er helmingur dýranna smitaður.

„Þetta er slæmur sjúkdómur sem veldur augnslímhúðarbólgu, blöðrubólgu og jafnvel ófrjósemi,“ sagði Amber Gillett, dýralæknir og stjórnandi tilraunarinnar, í tilkynningu sem var send út áður en bólusetningar hófust.

Vísindamenn segja að sjúkdómurinn, sem getur einnig smitast frá mæðrum til afkvæma þeirra við fæðingu, geti einnig valdið blindu.

Birnirnir fá einn skammt af bóluefni og örflögur verða settar í þá áður en þeim verður sleppt aftur út í náttúruna.

Vísindamennirnir ætla að rannsaka hversu mikla vernd bóluefnið veitir dýrunum. Þeir vonast til að bóluefnið muni fjölga þeim dýrum sem lifa og ýta undir fjölgun þeirra.

CNN segir að erfitt sé að áætla fjölda kóalabjarna í Ástralíu og sé fjöldinn mjög breytilegur á milli svæða. Í rannsókn, sem vísindamenn við University of Queensland gerðu 2016, komust þeir að þeirri niðurstöðu að 330.000 dýr væru eftir í Ástralíu.

Rannsókn á vegum World Wildlife Fund leiddi í ljós að rúmlega 60.000 kóalabirnir hafi drepist í gróðureldunum miklu 2019 og 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans