fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Tilviljun kom upp um leyndarmál stjúpmóðurinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 05:22

Connie Smith. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjudaginn 12. apríl hringdi Connie Smith, 54 ára, í lögregluna í bænum Emmet í Idaho og tilkynnti að fósturdóttir hennar Taryn Summers, 8 ára, hefði stungið af að heiman. Lögreglan komst fljótt að því að tvö eldri systkini Tary, þau Tristan Conner Sexton 16 ára og Taylor Summers 14 ára, höfðu strokið að heiman í september og október og höfðu ekki fundist.

Systkinunum var komið fyrir hjá Smith eftir að móðir þeirra var handtekin í kjölfar þess að í blóði allra systkinanna höfðu fundist leifar af sterkum fíkniefnum.

Þegar lögreglan rannsakaði heimili Smith sáu lögreglumenn að búið var að klippa bút af gólfteppinu í herbergi Taryn. Smith sagði að Taryn hefði kastað upp á teppið og ekki hefði reynst unnt að fjarlægja blettinn með þrifum og því hafi hún klippt bút úr teppinu. Lögreglumenn fundu einnig lítinn blóðblett úr Taryn fyrir tilviljun. Þetta varð til þess að lögreglan útvíkkaði rannsókn sína og fljótlega fannst lík Taryn í bíl sem var í bílskúr Smith.

Taryn Summers. Mynd:Lögreglan

Það var því blóðbletturinn sem kom lögreglunni á sporið og lík Taryn fannst. Lögreglan telur að Taryn hafi verið myrt en er ekki viss um að Smith hafi myrt hana. Lögreglan telur þó víst að hún viti eitthvað um málið og hefur hún verið kærð fyrir að hafa ekki tilkynnt um lát stúlkunnar og/eða aðild að morði hennar og að hafa spillt sönnunargögnum.

Smith var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.

Systkini Taryn hafa ekki skilað sér en bæði hafa verið í sambandi við lögregluna og ættingja sína og amar ekkert að þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Í gær

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum